Dr. Erla Björnsdóttir er stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns, en hún kynnti nýlega til sögunnar nýtt snjallforrit, She-Sleep, sem er fyrsta svefnforritið í heiminum sem er eingöngu fyrir konur.

Samkvæmt Erlu er margir þættir sem þarf að huga að í tengslum við svefn. Hún segir að streita sé ein algengasta ástæða svefnleysis en að aðrir lífstílsþættir séu auk þess að hafa mikil áhrif á svefngæði fólks.

„Óreglulegur svefn og koffín eru algengir lífsstílsþættir. Fleiri örvandi efni eins og nikótín hafa ekki góð áhrif á svefn og við erum að sjá mjög mikla aukningu í svefnvanda hjá ungu fólki. Ég er að hitta margt ungt fólk sem sefur með nikótínpúða og þetta eru þættir sem við þurfum að skoða og gera eitthvað í. Jafnvel þó að fólk sofi þá hefur þetta áhrif á gæði svefnsins og rannsóknir sýna að þessi efni skerða djúpsvefninn, sem er mjög mikilvægur.“

Dr. Erla Björnsdóttir er stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns, en hún kynnti nýlega til sögunnar nýtt snjallforrit, She-Sleep, sem er fyrsta svefnforritið í heiminum sem er eingöngu fyrir konur.

Samkvæmt Erlu er margir þættir sem þarf að huga að í tengslum við svefn. Hún segir að streita sé ein algengasta ástæða svefnleysis en að aðrir lífstílsþættir séu auk þess að hafa mikil áhrif á svefngæði fólks.

„Óreglulegur svefn og koffín eru algengir lífsstílsþættir. Fleiri örvandi efni eins og nikótín hafa ekki góð áhrif á svefn og við erum að sjá mjög mikla aukningu í svefnvanda hjá ungu fólki. Ég er að hitta margt ungt fólk sem sefur með nikótínpúða og þetta eru þættir sem við þurfum að skoða og gera eitthvað í. Jafnvel þó að fólk sofi þá hefur þetta áhrif á gæði svefnsins og rannsóknir sýna að þessi efni skerða djúpsvefninn, sem er mjög mikilvægur.“

Viðtalið við Erlu Björnsdóttur er að finna í nýjasta tölublaði Eftir vinnu. Áskrifendur geta lesið viðtalið í heild hér.