Fyrir þá sem vilja byrja í stangaveiði þá er tilvalið að byrja í silungsveiði, sem er sífellt að verða vinsælli enda bæði skemmtilegt og ódýrt sport. Það þarf ekki að kosta mikið að veiða silung, sem dæmi má nefna að Veiðikortið, sem kostar 9.900 krónur, veitir ótakmarkaðan aðgang að 36 vatnasvæðum vítt og breytt um landið.
Árni Kristinn Skúlason, sem er þrautreyndur silungsveiðimaður, segir gott fyrir byrjendur, sem og reyndari veiðimenn, að eiga bæði þyngdar og óþyngdar flugur.
„Púpur herma eftir ormum, lifrum og fleiri skordýrum á meðan straumflugur líkjast litlum fisk eins og hornsílum eða seiðum. Með þessar flugur í vopnabúrinu geta veiðimenn tekist á við flestar aðstæður.”
Hann nefnir svo nokkrar flugur sem gott er að hafa í boxinu.
Púpur: Krókurinn, Pheasant Tail, Héraeyra, Peacock, Mobuto og Langskeggur.
Straumflugur: Dýrbítur, Nobblerar, Black Ghost, Rektor og Wooly Bugger.
Hafa ber í huga að allar flugur eru til í mismunandi stærðum og ýmsar straumflugur, eins og Dýrbítur og Nobbler, eru til í mörgum litum.