Fyrirtækið að baki stærstu og vinsælustu leitarvélinni á vefnum, Google, hefur ráðið til sín fyrrverandi starfsmenn Microsoft úr Internet Explorer deildinni og sterkur orðrómur er kominn á kreik þess efnis að fyrirtækið ætli að koma sér upp eigin vafra með heitinu Gbrowser. Samkvæmt frétt í Politiken hefur Google þegar tryggt sér lénið gbrowser.com. Google hefur á síðustu misserum aukið leitarþjónustu á vefnum og sett á laggirnar eigin tölvupóstsþjónustu, Gmail.

Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Tæknivals.