Félagið Starir, sem í dag er með Blöndu og Svartá á sínum snærum, sem og Þverá og Kjarrá, Straumana og Brennu í Hvítá, Langadalsá í Ísafjarðardjúpi og hluta af Nessvæðinu í Laxá í Aðaldal. Þessu til viðbótar eiga Starir 75% hlut í Laxabakka sem leigir Víðidalsá en Jóhann Hafnjörð heldur á 25% hluti í Laxabakka.
Frá og með næsta sumri munu Starir taka upp það fyrirkomulag að veiðimenn, sem fara í þeirra ár í september, munu þurfa að sleppa öllum laxi. Þetta fyrirkomulag hefur til dæmis tíðkast í Elliðaánum. „Lax sem veiðist í september er ekki góður matfiskur og mér finnst að hann eigi að fá að hrygna í friði þegar komið er svona inn í haustið,“ segir Ingólfur Ásgeirsson, einn eigenda Stara.