Fatastíll hefur ekki verið efst í huga Elizu. Hún hefur lagt áherslu á að vera hún sjálf og ekki láta kröfur samfélagsins um útlit stjórna sér, en samt sýna hlutverki sínu virðingu.

„Ég er mest óörugg í tengslum við tísku og fatnað, þetta er ekki minn styrkleiki og ekki innan míns áhugasviðs. Í byrjun kosningabaráttunnar þurfti fjölskyldumynd af okkur, og það hringdi í mig stílisti og spurði mig hvernig ég myndi útskýra minn stíl. Ég svaraði honum að meðgöngubuxurnar pössuðu ennþá og ég hefði síðast keypt mér skó fyrir fimm árum síðan, þetta var bara ekki hluti af lífinu mínu þá. En að sjálfsögðu þurfti ég að byrja að pæla í þessu. Ég er bara sveitastelpa frá Kanada sem vil helst vera ómáluð í gallabuxum og ég vildi ekki breyta mér svo mikið að börnin myndu sjá að ég þurfti alltaf að taka tvo tíma á dag í að hafa mig til en um leið bera virðingu fyrir embættinu. “

Fatastíll hefur ekki verið efst í huga Elizu. Hún hefur lagt áherslu á að vera hún sjálf og ekki láta kröfur samfélagsins um útlit stjórna sér, en samt sýna hlutverki sínu virðingu.

„Ég er mest óörugg í tengslum við tísku og fatnað, þetta er ekki minn styrkleiki og ekki innan míns áhugasviðs. Í byrjun kosningabaráttunnar þurfti fjölskyldumynd af okkur, og það hringdi í mig stílisti og spurði mig hvernig ég myndi útskýra minn stíl. Ég svaraði honum að meðgöngubuxurnar pössuðu ennþá og ég hefði síðast keypt mér skó fyrir fimm árum síðan, þetta var bara ekki hluti af lífinu mínu þá. En að sjálfsögðu þurfti ég að byrja að pæla í þessu. Ég er bara sveitastelpa frá Kanada sem vil helst vera ómáluð í gallabuxum og ég vildi ekki breyta mér svo mikið að börnin myndu sjá að ég þurfti alltaf að taka tvo tíma á dag í að hafa mig til en um leið bera virðingu fyrir embættinu. “

Eliza hefur farið sínar eigin leiðir í fatavali og oft mætt í fatnaði sem hún hefur keypt notaðan.

„Þetta er líka tækifæri til þess að kynna íslenska hönnun og sýna fram á að það er hægt að vera fínn í einhverju frá Rauða krossinum. Svo má ekki gleyma því að ég er í sjálfboðastarfi og kaupi mín föt sjálf. Ég get ekki keypt mér gala kjól fyrir hvern einasta viðburð. Ég reyndi að feta einhvern milliveg hvað þetta varðar og held að það hafi bara tekist ágætlega.“

Viðtalið við Elizu Reid er að finna í nýjasta tölublaði Eftir vinnu. Áskrifendur geta lesið viðtalið í heild hér.