Mathöllin í gamla Pósthúsinu að Pósthússtræti 5 í miðbæ Reykjavíkur opnar á föstudaginn næsta, 18. nóvember. Þetta kemur fram í fjárfestakynningu fasteignafélagsins Reita. Þar er tilkynnt hvaða níu staði verður að finna í mathöllinni.

Leifur Welding, einn eigenda mathallarinnar, sagði í samtali við Viðskiptablaðið um miðjan septembermánuð að aðeins brot af þeim veitingamönnum sem hafi sýnt áhuga hafi hreppt pláss. Margir af farsælustu veitingamönnum landsins standa að baki staðanna að hans sögn.

Leifur sagði jafnframt verkefnið að koma upp mathöll í húsinu hafi verið mun flóknara en þegar um nýbyggingu sé að ræða. Það hafi, auk tafa á afhendingu ákveðinna vara, leitt til þess að mathöllin opnar síðar en upphaflega var stefnt að.

Staðirnir níu:

  • Bangrha indverskur
  • Pizza Popolare
  • Fuku Mama asískt grill
  • Yuzu Burger
  • Finsen franskur bistro
  • Enoteca pasta, hráskinka og ostar
  • Drykk bar með áherslu á kokteila
  • Mossley taco og vængir
  • Djusi Sushi by sushi social
Hönnuðurinn Leifur Welding er einn af eigendum mathallarinnar.
© Golli / Kjartan Þorbjörnsson (Golli / Kjartan Þorbjörnsson)