Franski bílaframleiðandinn Renault hefur endurhannað einn vinsælasta fjölskyldubílinn á framleiðslulínunni, hinn rúmgóða Scenic, sem Íslendingar þekkja vel frá því fyrir síðustu aldamót þegar fyrsta kynslóðin kom á markað árið 1996.
Scenic var þá fyrsti fjölnotabíllinn (MPV) á Evrópumarkaði. Fimmta kynslóðin, Scenic E-Tech, sem kemur á markað 2024, er bæði örlítið lengri og breiðari en fráfarandi kynslóð og búinn allri nýjustu tækni á sviði öryggis og þæginda. Mesta umbyltingin er þó að nú kemur bíllinn 100% rafdrifinn þegar hann verður kynntur hjá BL á fyrri hluta næsta árs.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði