Vínsýningin Wine Paris fór fram í París nýlega og voru þar tæplega 4.000 vínframleiðendur að kynna sínar vörur. Ísland átti sinn sendiherra á sýningunni en Maison Wessman, félag Róberts Wessman, tók þátt í sýningunni og kynnti þar til leiks nýjustu vöru sína, „Bubbles“. Bubbles er auðdrekkanlegt freyðivín frá Limoux og er sama aðferð notuð við framleiðslu Bubbles, eins og í kampavínshéraðinu. Víninu er lýst sem þéttu og frískandi freyðivíni með afar fíngerðum búbblum. Boðið var til veislu í París í tilefni af nýja víninu og sýningarinnar.

„Við eigum frábært ræktunarland fyrir hvítvínin okkar í Limoux, landi sem er við rætur Pýrenea-fjallanna. Ásamt hvítvíninu hefur mér alltaf þótt freyðivínin þaðan frábær. Við ákváðum svo nýlega að láta til skarar skríða í að framleiða freyðivín líka og erum afar ánægð með útkomuna,“ segir Róbert Wessman.

Andreas Larsson, sommelier, með góðum gestum í veislunni í París.

Umfjöllunina er að finna í blaðinu Eftir vinnu sem kom út í gær, miðvikudag.

Áskrifendur geta lesið viðtalið í heild hér.