Robokeeper mun standa á milli stanganna í markinu á UT messunni en þar gefst gestum og gangandi tækifæri á að reyna sig á móti þessu magnaða tæki. Um er að ræða hátæknilegan markvörð með gervigreind sem hefur fengið að keppa við sjálfa Lionel Messi og Neymar með mjög góðum árangri. Það verður fróðlegt að sjá hvernig Íslendingum tekst til á móti Robokepper en allir sem vilja mega reyna að skora hjá honum.
Titan er risavélmenni sem er um 2,5 metrar á hæð og krúttvélmennið Pepper er bráðgáfað vélmenni sem býr yfir þeim eiginleika að geta greint raddir og svipbrigði. Þeir tveir munu heilsa upp á fólkið á Origo básnum. Þjarkurinn Kuka er hátæknilegur barþjónn sem mun blanda kokteila ofan í þyrsta ráðstefnugesti á föstudeginum 2. febrúar. Á laugardeginum mun Kuka skipta um ham og sýna listræna hæfileika sína og teikna myndir af gestum. Það verður heldur ekki vöntun á sýndarveruleika á Origo básnum því gestum kostur á að fljúga um loftin blá ofan á tvíþekju í 360° sýndarveruleika.