Rokkhljómsveitin Kiss hefur selt sænska tónlistarfyrirtækinu, Pophouse Entertainment, lögin sín fyrir rúmlega 300 milljónir dala. Þar að auki eignaðist fyrirtækið vörumerki sveitarinnar og hugverk.
Salan markar starfslok hljómsveitarinnar þegar kemur að tónleikum en sveitin kláraði nýlega túr sinn, End of the Road World Tour.
Eignarréttur Pophouse nær ekki aðeins yfir tónlist Kiss, heldur líka yfir vörumerki og hugverkasölu. Það mun gera sænska fyrirtækinu kleift að búa til efni með aðstoð gervigreindar í framtíðinni.
Hljómsveitin Kiss var stofnuð árið 1973 af Paul Stanley, Gene Simmons, Ace Frehley og Peter Criss og varð hún fljótlega þekkt fyrir andlitsmálningu hljómsveitarmeðlima.
Söngvararnir Bob Dylan og Bruce Springsteen hafa einnig selt lögin sín fyrir fleiri milljónir dala en báðir listamennirnir þénuðu um 500 milljónir dala og 450 milljónir dala sína á milli.