Bandaríski listamaðurinn Andy Warhol er einn af þekktustu listamönnum 20. aldar. Hann er af mörgum talinn brautryðjandi popplistar á sjötta áratug síðustu aldar. Warhol var myndlistarmaður, kvikmyndagerðarmaður og rithöfundur. Sem listamaður þótti Andy Warhol umdeildur af mörgum en það breytir því ekki að verk hans eru með þeim dýrustu í heiminum.
Bandaríski listamaðurinn Andy Warhol er einn af þekktustu listamönnum 20. aldar. Hann er af mörgum talinn brautryðjandi popplistar á sjötta áratug síðustu aldar. Warhol var myndlistarmaður, kvikmyndagerðarmaður og rithöfundur. Sem listamaður þótti Andy Warhol umdeildur af mörgum en það breytir því ekki að verk hans eru með þeim dýrustu í heiminum.
Samkynhneigður og líkaði ekki kynlíf
Íbúð listamannsins í New York var sannkölluð partííbúð. Hún gekk undir nafninu The Factory eða Verksmiðjan. Þar hélt hann iðulega teiti og gestir hans voru úr ýmsum geirum samfélagsins. Þangað komu dragdrottningar, bóhemískt listafólk og leikskáld, frægir leikarar og leikkonur úr Hollywood sem og ríkir velunnarar listamannsins. Warhol hafði gaman af að umgangast fólk úr öllum stigum samféalgsins og það útskýrir kannski af hverju heimili hans var hálfgert félagsheimili. Warhol tók upp nánast allar samræður sem hann átti við fólk og stundum kallaði hann upptökutækið eiginkonu sína.
Andy var samkynhneigður. Hann lýsti því yfir í viðtali við Bob Colacello 1980 að hann væri hreinn sveinn og hefði aldrei stundað kynlíf. Vinur hans Charles Lisanby lýsti því þó yfir að Warhol hefði sagt að honum fyndist kynlíf sóðalegt og smekklaust. Lisanby bætti við að Warhol hefði sagt að hann hefði prófað kynlíf nokkrum sinnum en ekki líkað það. Fleiri vinir Warhols staðfestu að listamaðurinn hefði talað um eigin kynlífsreynslu. Warhol átti samt í nokkrum rómantískum samböndum um ævina.
Það er skemmtileg staðreynd að listamaðurinn talaði iðulega um það og ekki síst í partíunum sínum að allir gætu orðið frægir í fimmtán mínútur. Þaðan kemur orðatiltækið góða ,,15 minutes of fame“.
Umfjöllunin um Andy Warhol er úr nýjasta tölublaði Eftir vinnu sem kom út á miðvikudag.Hér má lesa greinina í heild.