Verslanir Nettó og Kjörbúðarinnar seldu alls 5.556 frosnar nautalundir á einum degi í desember, en allan desember 2022 seldu verslanirnar samtals 972 nautalundir.

Þann 11. desember voru frosnar nautalundir á 50% appslætti, en það var hluti af jólaappdagatali Samkaupa, þar sem vegleg tilboð á jólavörum eru á hverjum degi.

Mest var salan í Nettó í Mjódd og í Kjörbúðinni á Siglufirði, en í þessum verslunum var einnig mest aukning á milli ára.

Verslanir Nettó og Kjörbúðarinnar seldu alls 5.556 frosnar nautalundir á einum degi í desember, en allan desember 2022 seldu verslanirnar samtals 972 nautalundir.

Þann 11. desember voru frosnar nautalundir á 50% appslætti, en það var hluti af jólaappdagatali Samkaupa, þar sem vegleg tilboð á jólavörum eru á hverjum degi.

Mest var salan í Nettó í Mjódd og í Kjörbúðinni á Siglufirði, en í þessum verslunum var einnig mest aukning á milli ára.

Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa, segir að neytendur séu mun meðvitaðri um vöruverð en áður. „Hver sem ástæðan er þá finnum við fyrir því að fólk fylgist betur með því hvaða vörur eru á tilboði og sækir meira í þær en áður. Við erum búin að vera með Jólaappdagatalið í nokkur ár, en viðbrögðin í ár eru miklu meiri en árin á undan.“

Nefnir hún sem dæmi að þann 15. desember voru verslanirnar með hamborgarhrygg á 40% afslætti. Gunnur segir notkun á Samkaupa-appinu fara sífellt vaxandi og hefur notendum fjölgað um tæp þrjú þúsund í desember.

„Þar erum við með tilboð allan ársins hring, en vöruverð er líka 2% lægra ef appið er notað. Það var því afar ánægjulegt að sjá að þegar þessi fríðindi eru tekin með í reikninginn er viðmiðunarkarfan í verðkönnun ASÍ ódýrust í verslunum Nettó og Kjörbúðarinnar!“