Söngvarinn Emilio Santoro sigraði The Ultimate Elvis Tribute Artist Contest sem haldið var á Graceland-búgarðinum, heimili konungs rokksins í Memphis Tennessee, um helgina.
Viðburðurinn í Graceland er bæði sá eftirsóttasti og sá eini sem Elvis Presley Enterprises leggur blessun sína yfir og dregur því að alla bestu Elvis-flytjendur heimsins. Alls tóku tíu söngvarar þátt í úrslitunum og Santoro stóð uppi sem sigurvegari.
Söngvarinn Emilio Santoro sigraði The Ultimate Elvis Tribute Artist Contest sem haldið var á Graceland-búgarðinum, heimili konungs rokksins í Memphis Tennessee, um helgina.
Viðburðurinn í Graceland er bæði sá eftirsóttasti og sá eini sem Elvis Presley Enterprises leggur blessun sína yfir og dregur því að alla bestu Elvis-flytjendur heimsins. Alls tóku tíu söngvarar þátt í úrslitunum og Santoro stóð uppi sem sigurvegari.
Santoro er á leið til Íslands en hann mun stíga á svið í Eldborgarsal Hörpu þann 20. september nk. og skemmta íslenskum Elvis-aðdáendum. Kappinn mætir því í toppformi til Íslands frá Graceland með sína margverðlaunuðu sýningu Emilio Santoro sem Elvis og aðeins þetta eina kvöld.
Söngvarinn mun troða upp með níu manna hljómsveit, The Creoles, og túlkar Elvis á yngri árum með lögum á borð við Jailhouse Rock, Devil in Disguise, Can’t Help Falling in Love, Hound Dog, Always on My Mind og fleirum.
„Ég er mjög spenntur að koma til Íslands í fyrsta sinn og skemmta í Hörpu. Við munum hristast öll saman í Hörpu,“ segir hinn 21 árs gamli Santoro, sem kom fyrst fram í Bandaríkjunum í Memphis, heimaborg Elvis, þegar hann var aðeins 17 ára.