Sigurvegari Opna breska meistaramótsins í golfi sem hefst á fimmtudaginn mun þéna 3,1 milljón dollara eða sem nemur 424 milljónum króna. The R&A, skipuleggjandi mótsins, tilkynnti um verðlaunaféð í morgun.
Verðlaunafé fyrir sigurvegara Opna breska í ár verður 100 þúsund dollurum eða um 13,7 milljónum króna hærra en á síðasta ári þegar hinn bandaríski Brian Harman stóð uppi sem sigurvegari.
Heildarverðlaunafé á Opna breska hækkar um 500 þúsund dollara og verður 17 milljónir dollara, eða um 2,3 milljarðar króna í ár. Mótið fer fram á Royal Troon Golf Club vellinum í bænum Troon í Skotlandi.
Martin Slumber, framkvæmdastjóri R&A, sagði samtökin bera skyldu til að leita jafnvægis milli þess að viðhalda sérstöðu Opna breska í golfheiminum annars vegar og hins vegar að tryggja fjármuni frá mótinu til að þróa íþróttina áfram og stuðla að bættum aðstæðum fyrir upprennandi kylfinga víðs vegar um heim.
Hann sagði The R&A áfram hafa áhyggjur af áhrifum stigvaxandi verðlaunafjár á stærstu mótunum í karlagolfinu hvað varðar ímynd íþróttarinnar og fjárhagslega sjálfbærni hennar til lengri tíma.
Verðlaunafé á Opna breska 2024
Verðlaunafé (m.kr.) | |
424,3 | |
240,8 | |
154,4 | |
119,9 | |
96,5 | |
83,6 | |
71,9 | |
60,6 | |
53,1 | |
48,0 | |
43,7 | |
38,7 | |
36,4 | |
34,1 | |
31,6 | |
29,1 | |
27,7 | |
26,4 | |
25,3 | |
24,1 | |
23,0 | |
21,8 | |
20,7 | |
19,5 | |
18,9 | |
18,0 | |
17,4 | |
16,8 | |
16,1 | |
15,2 | |
14,7 | |
14,0 | |
13,5 | |
13,1 | |
12,6 | |
12,1 | |
11,6 | |
11,0 | |
10,6 | |
10,3 | |
9,8 | |
9,3 | |
8,9 | |
8,4 | |
7,9 | |
7,5 | |
7,2 | |
6,9 | |
6,6 | |
6,5 | |
6,3 | |
6,2 | |
6,1 | |
6,0 | |
5,9 | |
5,8 | |
5,8 | |
5,7 | |
5,7 | |
5,7 | |
5,6 | |
5,6 | |
5,6 | |
5,6 | |
5,5 | |
5,5 | |
5,4 | |
5,4 | |
5,4 | |
5,3 |