Búist er við því að sjaldgæf smáskífa frá Bítlunum muni seljast fyrir rúmlega níu þúsund pund (tæplega 1,5 milljónir króna) á uppboði í dag. Uppboðið fer fram á Stacey‘s Auctioneers í Chelmsford í borginni Essex.

Platan er frá 1962 og inniheldur lög á borð við Love Me Do og P.S I Love You og er ein af aðeins 250 eintökum í heiminum.

Búist er við því að sjaldgæf smáskífa frá Bítlunum muni seljast fyrir rúmlega níu þúsund pund (tæplega 1,5 milljónir króna) á uppboði í dag. Uppboðið fer fram á Stacey‘s Auctioneers í Chelmsford í borginni Essex.

Platan er frá 1962 og inniheldur lög á borð við Love Me Do og P.S I Love You og er ein af aðeins 250 eintökum í heiminum.

Vínylsérfræðingurinn Rob Smee segir að platan sé einstök þar sem eftirnafn Paul McCarteny er vitlaust stafað en á henni heitir hann Paul McArtney. Hann segir að uppboðshúsið hafi þegar fengið fyrirspurnir frá Bítlaaðdáendum um allan heim.

„Þetta er sérlega sjaldgæf smáskífa frá Bítlunum snemma þegar hljómsveitin byrjaði. Það eru aðeins til 250 eintök af þessari plötu og er stafsetningarvillan bæði ósvikin og í sjálfu sér áhugaverð,“ segir Rob.