Menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) tilkynnti í dag að franska snittubrauðið, eða baguette, verði sett á menningarminjaskrá stofnunarinnar.

Um 600 aðrar vörur eru á listanum. Þeirra á meðal er kínverskt te.

Snittubrauðið hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár því fleiri og fleira sækjast eftir súrdeigsbrauði og annars konar brauði í stóru dagvöruverslununum.

Reyndar eru aðeins þau brauð sem bökuð er í bakaríum sem fá þennan heiður. Þau brauð sem framleidd eru í verksmiðjum og seld í stórmörkuðum fá hann ekki.

Franskir bakarar baka um 16 milljónir snittubrauða á dag, eða um 5,8 milljarða á ári.