Sem listamaður þá býr Erna Mist yfir frjóu hugmyndaafli en eins og allir þá upplifir hún líka hugmyndaleysi. Hún segir að það sé erfitt þegar hún kemur engu niður á striga en þá grípur hún í pennann og fer að skrifa.

Erna hefur undanfarið birt pistla í fjölmiðlum, sem hafa vakið athygli. Hún horfir á myndlist og skrif sem ákveðnar andstæður því formin krefjist ólíks hugarástands.

„Ég reyni að skrifa daglega og þegar ég skrifa um eitthvað sem mér finnst passa inn í samfélagsumræðuna þá sendi ég það fjölmiðla. Oftast er ég bara að skrifa eitthvert rugl, en einstaka sinnum er þetta á mannamáli.“ Segir Erna og hlær.

Nánar er rætt við Ernu Mist í blaðinu Eftir vinnu, sem kom út nýlega. Áskrifendur geta lesið viðtalið í heild hér.