Þó að vín hafi fylgt manninum í árþúsundir þá er 75cl. flaskan ekki nema nokkurra alda gömul uppfinning, upphaflega ætlað sem hóflegur skammtur fyrir einn með máltíð þegar menn voru menn og áfengisstuðull var lægri en nú. Víngerðarhús fóru þó fljótt að stæra sig af stærri flöskum af annars óþekktum ástæðum.

Málfarsnefnd Santé hefur formlega innleitt í íslenskt mál flöskuheiti sem ætlað er að útrýma óæskilegum enskuslettum sem virðast hafa ratað inn í þjóðarsálina með óheftu aðgengi að kanasjónvarpinu.

Philo-pressior
Philo-pressior

20cl. = Lémagni

37,5cl. = Örmagni

75cl. = Lítilmagni

150cl. Magnum=Magni

300cl. Jeroboam= Ofurmagni

600cl. Methuselah= Eilífmagni (Methusalem náði hæsta aldri allra samkvæmt biblíunni eða 969 árum og hefur því enginn notið hins svokallaða þriðja æviskeiðsins lengur en hann).

Þó að vín hafi fylgt manninum í árþúsundir þá er 75cl. flaskan ekki nema nokkurra alda gömul uppfinning, upphaflega ætlað sem hóflegur skammtur fyrir einn með máltíð þegar menn voru menn og áfengisstuðull var lægri en nú. Víngerðarhús fóru þó fljótt að stæra sig af stærri flöskum af annars óþekktum ástæðum.

Málfarsnefnd Santé hefur formlega innleitt í íslenskt mál flöskuheiti sem ætlað er að útrýma óæskilegum enskuslettum sem virðast hafa ratað inn í þjóðarsálina með óheftu aðgengi að kanasjónvarpinu.

Philo-pressior
Philo-pressior

20cl. = Lémagni

37,5cl. = Örmagni

75cl. = Lítilmagni

150cl. Magnum=Magni

300cl. Jeroboam= Ofurmagni

600cl. Methuselah= Eilífmagni (Methusalem náði hæsta aldri allra samkvæmt biblíunni eða 969 árum og hefur því enginn notið hins svokallaða þriðja æviskeiðsins lengur en hann).

Áramót eru auðvitað tími til að hugsa stórt auk þess sem magnar eru mjög hátíðleg flöskustærð og því gerðum við sporgöngumenn Viðskiptablaðsins úttekt á hvað stæði íslenskri alþýðu til boða. Rétt er þó að benda lesendum á þekktan galla þar sem magnið í einni flösku þykir helst til mikið fyrir einn en of lítið fyrir tvo. Umhverfisráð Sante minnir svo viðskiptavini á að flöskurnar bera kr. 20 í formi ,,endurvinnslugjalds“ (glerið er mulið og grafið í jörðu).

Verð Vín Stærð Sætustig Söluaðili

kr. 12.900 Drappier Brut Nature 150cl Brut Nature Sante.is

Kr. 11.700 Drappier Carte d'Or 150cl. Brut Sante.is

kr. 36.300 Drappier Carte d'Or 300cl Brut Sante.is

kr. 73.200 Drappier Carte d'or 600cl. Brut Sante.is

kr.12.500 Laherte Freres Ultradition 150cl Brut Extra. Sante.is

kr.20.200 Larmandier Bernier Longitude 150cl Brut Extra Sante.is

kr. 47.600 Larmandier Bernier Longitude 300cl Brut Extra Sante.is

Óvænt uppgötvun smökkunarstjóra ríkisins

Einokunarverslanir ríkisins bjóða líka nokkrar gerðir af mögnum. Smökkunarstjórar ríkisins flokka öll kampavín sem ,,ósætt“ sem líklega er einhver nýr flokkunarstaðall sem ríkisstarfsmennirnir hafa fundið upp í sinni þrotlausu þekkingarleit á kostnað skattgreiðenda: :

Kr. 17.1499 Veuve Clicquot Brut

Kr. 24.895 Louios Roederer
Rose Brut 150cl.

Kr. 17.099 Louis Roederer Brut 150cl.

Kr. 16.999 Moet & Chandon Brut

Kr.15.249 Lanson Black Label Brut

Sætustig grömm/pr. lítra:

Brut Nature 0-2

Brut Extra 2-6

Brut 6-12

les-cuvees-ultradition
les-cuvees-ultradition

Hollráð að endingu

Eins og að ofan greinir eru kampavín flokkuð að einu leyti eftir því hversu vínin eru sykruð áður en tappinn er settur í. Annað sem getur stýrt vali er smekkur fyrir hinum mismunandi þrúgum sem í boði eru. Algengust eru vín sem eru blanda af Chardonnay, Pinot Noir eða Pinot Meunier (t.d.Drappier Carte d’Or, Veuve, Moet). En til að uppgötva betur hvar eigin smekkur liggur getur hins vegar verið farsælt að bera saman kampavín sem gerð eru úr einni þrúgu, t.d. Chardonnay á móti Pinot Noir. Þannig eru t.d. Drappier Brut Nature vínin einungis gerð með Pinot Noir á meðan Larmandier Bernier og Pierre Peters og Laherte Freres gera vín úr Chardonnay.

La Maison.
© Aðsend mynd (AÐSEND)