Bandaríska körfuboltastjarnan Steph Curry er nú þegar farinn að skipuleggja líf sitt eftir að hann leggur skóna á hilluna. Fjórfaldi NBA-meistarinn sagði í viðtali við CNBC í gær að hann vilji gerast eigandi körfuboltaliðs í framtíðinni.

Curry, sem er 36 ára gamall, á nú þegar fjölmiðlafyrirtækið Unanimous Media og unglingagolfmótið Underrated.

Bandaríska körfuboltastjarnan Steph Curry er nú þegar farinn að skipuleggja líf sitt eftir að hann leggur skóna á hilluna. Fjórfaldi NBA-meistarinn sagði í viðtali við CNBC í gær að hann vilji gerast eigandi körfuboltaliðs í framtíðinni.

Curry, sem er 36 ára gamall, á nú þegar fjölmiðlafyrirtækið Unanimous Media og unglingagolfmótið Underrated.

„Fyrir mér er þetta klárlega á borðinu. Ég held að ég gæti staðið mig vel við að hjálpa til við að viðhalda því hversu frábær NBA-deildin er núna og hvað þarf til að reka lið í meistaradeildinni,“ sagði Curry í þættinum Squawk on the Street.

Curry hefur nýlega framlengt samning sinn til eins árs fyrir 62,6 milljónir dala og mun því spila með liðinu sínu, Golden State Warriors, til ársins 2027 þegar Curry verður orðinn 39 ára gamall.