Skáldsaga þessa árs er Eden eftir Auði Övu Ólafsdóttur. Engin skáldsaga kom meira á óvart á árinu en Tugthúsið eftir Hauk Má Helgason.
Fjölmargar glæpasögur komu út og það verður að teljast afar einkennilegt að bókin Kyrrþey eftir Arnald Indriðason hafi ekki verið tilefnd til Blóðdropans. Arnaldur er yfirburðaglæpasagnahöfundur og eiga aðrir glæpasagnahöfundar ekki roð við honum. Þær Anna Sigríður Þráinsdóttir og Elín Elísabet Einarsdóttir eiga svo eina skemmtilegustu bók ársins en það er bókin Á sporbaug – nýyrði Jónasar Hallgrímssonar.
Ef meta ætti bókaárið 2022 út frá stjörnugjöfum þeirra fjölmiðla sem enn notast við þær í dómum þá væru þetta hreint stórkostleg bókajól svo mikill var fjöldi þeirra bóka sem gagnrýnendur gáfu fjórar til fimm stjörnur. Þrjár stjörnur sáust ekki oft og varla tvær, hvað þá ein. Þannig að nær engum höfundi virðist hafa mistekist.
Fjallað er um bækur í tímaritinu Áramót, sem kom út í dag. Áskrifendur geta lesið umfjöllunina í heild hér.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði