Kristín Sif lýsir sér sem ævintýragjarni brussu sem elskar að hafa gaman. Hún starfar sem útvarpskona á K100, næringa- og crossfitþjálfara og er einnig boxari.
Henni finnst áskoranir skemmtilegar og að hugsa „kritískt“ um hlutina. Hún tekur sjálfri sér alls ekki of hátíðlega og vonast til að halda því þannig. En hún vandar sig að vera góð og kærleiksrík manneskja.
Hvernig tónlistarsmekk ert þú með?
Ég er hugsanlega mesta alæta á tónlist sem fyrir finnst. Fyrstu geisladiskarnir sem ég eignaðist voru Jamiruqai og Peter Andre, en þá var eg iðin við að stelast í diskastæðuna hjá Evu systur og hlusta á Bubba, U2 og Green day.
Síðan fór ég á kaf í gangster rap. Á meðan flestar stelpur voru að hlusta á Celine Dion og Tony Braxton þá var Cypress Hill mitt allra mesta uppáhald, Wu tang og DMX. En síðan er ég nú þannig að ég var þess á milli að hlusta á Kenny Rogers, Bítlana og Elvis Presley.
Ég elska rokktónlist og þá sérstaklega þessa gömlu góðu en ég var með Guns n roses og Metallica í blasti á rúntinum í Borgarnesi. Eins og eg segi, algjör alæta.
Nú er ég svona sittlítið af öllu… kántrí er að koma sterkt inn.
Hver er uppáhalds tónlistarmaðurinn þinn og/eða hljómsveit?
Þetta er mjög easy og cheesy en auðvitað er Stefán Jakobsson uppáhaldið mitt (verðandi eiginmaður Kristínar).
Svo þar á eftir eru Ed Sheeran, Metallica, Bubbi, Kaleo og Rolling Stones
Hverjir eru uppáhalds tónleikarnir sem þú hefur farið á?
Ed Sheeran í Phoenix park í Dublin - það var svo sturlað að sja hann á sviði!
Svo fór ég á Pearl Jam með Stefáni í Berlín síðasta sumar sem var algjörlega geggjað, venuið var sturlað og svo hittum við góða vini sem gerðu tónleikana ennþá skemmtilegri.
Ég hugsa að Metallica í Finnlandi gæti verið málið næsta sumar.
Hvað er þitt go-to lag í karaoke?
Það myndi vera Valur og jarðaberjamaukið með Grílunum.
Hvaða þrjú lög eru í uppáhaldi hjá þér þessa stundina og eru tilvalin á playlistann fyrir sumarið?
- Colourblind með Ed Sheeran
- Dance the night með Dua Lipa
- Líttu í Kringum þig með Stebba Jak