Ásgrímur Geir Logason býr í Kópavoginum ásamt kærustunni minni Söru Davíðsdóttur, þjálfara og flugfreyju, börnunum sínum tveimur og hundinum Hermanni Júlíusi.

Hann er leikari, leikstjóri og framleiðir tvenna hlaðvarpsþætti, “Betri helmingurinn” og “Heitt á könnunni”.

Ási, eins og hann er oftast kallaður, segist vera mikill áhugatónlistarmaður og situr í stjórn félagasamtaka Tónhyls sem er alhliðar tónlistarmiðstöð. Hann glamrar á allskonar hljóðfæri og hefur tekið að sér að syngja við ýmis tækifæri.

Hér að neðan segir Ási meðal annars frá sínum uppáhalds tónleikum, tónlistarsmekknum sínum og hvaða þremur lögum hann mælir með á sumarplaylistann.

Myndin af Ásgrími í fullri stærð.
Myndin af Ásgrími í fullri stærð.

Hvernig tónlistarsmekk ert þú
með og hefur hann breyst mikið
í gegnum tíðina?

Mér finnst mjög erfitt að lýsa tónlistarsmekk mínum en ég er mjög gömul sál og hef í gegnum tíðina verið mikill unnandi íslenskrar dægurlaga tónlistar. Ég er einnig mikill Britpopp maður.

En eru íslenskir söngvarar á borð við Villa Vill, Stefán Hilmars (þá sérstaklega í Sálinni), Björvin Halldórs og Ellý Villhjálms í bland við Elton John, Bítlanna, Coldplay og Queen sennilega eitthvað sem lýsir tónlistarsmekk mínum ágætlega.

Í seinnitíð hef ég síðan lært að meta nýja íslenska tónlist og finnst mér mikil gróska í íslensku tónlistarsamfélagi.

Hver er uppáhalds tónlistarmaðurinn þinn og/eða hljómsveit?

Þarna verð ég að nefna nokkra... Villi Vill, Sálin, Elton John og Bítlarnir.

Hverjir eru uppáhalds tónleikarnir sem þú hefur farið á?

Ég fékk bestu jólagjöf sem ég hef nokkurntíman fengið síðustu jól en þá gaf Sara mér miða á Elton John og er það ein magnaðasta upplifun sem ég hef upplifað.

Kallinn 76 ára mættur á sviðið á slaginu 19:30 ekkert upphitunar act eða hlé, heldur spilaði hann og söng stanslaust í þrjá og hálfann klukkutíma. Tryllt!

Hvað er þitt go-to lag í karaoke?

Ætli ég myndi ekki segja að mitt go to lag í karaoke væri “Break free” með Queen.

Hvaða þrjú lög eru í uppáhaldi hjá þér þessa stundina og eru tilvalin á playlistann fyrir sumarið?

Klassík sem ég tek alltaf með væri "I’m still standing” með Elton John, stemming og pepp.

Svo eitt vel heppnað gamallt í nýjum búningi “Whole again” hjá Daða Frey.

Og svo að lokum eitt nýtt og rólegt en það er lagið “Vinir” með Elínu Hall, finnst textinn mjög skemmtilegur.