Egill Ploder er uppalinn Seltirningur og hálfur Austurríkismaður. Hann átti sér þann draum sem polli að verða atvinnumaður í fótbolta og handbolta en tók stefnu í aðra átt á menntaskólaárunum. „Athyglissýkin tók yfir í menntaskóla sem hafði þau dómínó áhrif að ég starfa í fjölmiðlum í dag,“ segir Egill.

Egill Ploder er mikill rauðvíns- og viskíkarl.
Egill Ploder er mikill rauðvíns- og viskíkarl.

Hann starfar einnig við markaðsmál sem hann segist alltaf hafa haft áhuga á. Þá lýsir hann sjálfum sér sem miklum fjölskyldumanni, padel spilara, byrjanda í golfi, áhugakokki og viskí- og rauðvínsmanni.

Við fengum Egil til að svara nokkrum spurningum um tónlist og segja okkur loks hver hans uppáhaldslög eru í sumar.

Hvernig tónlistarsmekk ert þú
með og hefur hann breyst mikið
í gegnum tíðina?

Ég er klárlega alæta á tónlist. Sem starfsmaður á FM957 kemst ég ekki hjá því að hlusta á mikið af mainstream poppi en þessa dagana er Country-ið mín uppáhalds tónlist.

Ég myndi ekkert endilega segja að tónlistarsmekkurinn hafi breyst mikið þar sem ég hlusta ennþá á sömu tónlist og þegar ég var yngri. Ég elti alltaf svolítið Franz, bróðir minn, í tónlistarsmekk sem unglingur og blandaði svo saman við mitt stuff.

Metallica átti kannski fyrsta lagið á iPodnum og svo var Justin Bieber næstur. Mikilvægt að vera með þessa contrasta!

Hver er uppáhalds tónlistarmaðurinn þinn og/eða hljómsveit?

Luke Combs, Justin Bieber og John Mayer.

Egill ásamt unnustu sinni og barnsmóður og stráknum þeirra.
Egill ásamt unnustu sinni og barnsmóður og stráknum þeirra.

Hverjir eru uppáhalds tónleikarnir sem þú hefur farið á?

Verð að nefna tvo!

Annars vegar fór ég á One Direction í Gautaborg árið 2015 með fimm æskuvinum. Það var eiginlega öll ferðin sem gerði tónleikana geggjaða.

Svo fór ég með systkinum mínum á Mad Cool festival í Madrid í fyrra þar sem við sáum Metallica, Muse, MO og fleiri góða artista. Mjög skemmtileg ferð!

Hvað er þitt go-to lag í karaoke?

Tennessee Whiskey - Chris Stapleton

Hvaða þrjú lög eru í uppáhaldi hjá þér þessa stundina og eru tilvalin á playlistann fyrir sumarið?

  • Luke Combs - Where The Wild Things Are
  • ICEGUYS – Rúletta
  • Post Malone - Chemical