Magnús Kjartan Eyjólfsson er uppalinn Selfyssingur sem er búsettur á Laugarvatni. Þar býr hann ásamt konunni sinni, Sigríði Jónsdóttur, dætrum sínum fjórum, hundum og köttum.

Magnús Kjartan hefur um árabil verið forsöngvari Stuðlabandsins og hefur auk þess flakkað um með kassagítarinn sinn einn síns liðs og skemmt fólki.

Honum þykir fátt skemmtilegra en að gera dætur sínar vandræðalegar með pabbabröndurum og líður best heima hjá sér í faðmi fjölskyldunnar.

Magnús Kjartan er næsti viðmælandi í liðnum „Sumarplaylistinn“.

Magnús Kjartan Eyjólfsson er uppalinn Selfyssingur sem er búsettur á Laugarvatni. Þar býr hann ásamt konunni sinni, Sigríði Jónsdóttur, dætrum sínum fjórum, hundum og köttum.

Magnús Kjartan hefur um árabil verið forsöngvari Stuðlabandsins og hefur auk þess flakkað um með kassagítarinn sinn einn síns liðs og skemmt fólki.

Honum þykir fátt skemmtilegra en að gera dætur sínar vandræðalegar með pabbabröndurum og líður best heima hjá sér í faðmi fjölskyldunnar.

Magnús Kjartan er næsti viðmælandi í liðnum „Sumarplaylistinn“.

Hvernig tónlistarsmekk ert þú með og hefur hann breyst mikið í gegnum tíðina?

Tónlistarsmekkurinn minn í dag er frekar poppaður og hefur breikkað með árunum. Gott rokk og grípandi melódíur er samt alltaf best.

Hver er uppáhalds tónlistarmaðurinn þinn og/eða hljómsveit?

Í íslensku deildinni hefur Sálin hans Jóns míns alltaf vinninginn. Erlenda deildin er síbreytileg en Queen, Toto og Green day er það fyrsta sem mig dettur í hug.

Hverjir eru uppáhalds tónleikarnir sem þú hefur farið á?

Ég fékk miða á Queen og Adam Lambert í jólagjöf frá konunni minni jólin 2019. Ég komst loksins til að sjá þá sumarið 2022 og biðin var svo sannarlega þess virði.

Hvað er þitt go-to lag í karaoke?

The Show Must Go On með Queen.

Hvaða þrjú lög eru í uppáhaldi hjá þér þessa stundina og eru tilvalin á playlistann fyrir sumarið?

  • The Power of Love með Huey Lewis & The News.
  • Þúsund hjörtu með Emmsjé Gauta.
  • Tattoo með Loreen.

Ég er ekkert að finna upp hjólið hérna.