Sigurganga tækninnar í efnahagsóróa undanfarinna ára kann að vera aðeins meira á brattann að ganga en áður, framþróunin virðist ekki jafnör og markaðir víða að mettast, eins og sjá má á því að vöxtur í snjallsímasölu er mun minni en verið hefur. Það er þó ekki svo að menn láti staðar numið, miklar vonir eru bundnar við framfarir í gervigreind, vélvirkni og öðru slíku, sem heita má afsprengi snjallsímabyltingarinnar.

Vilji menn fylgjast með því helsta sem þar er á döfinni eru alþjóðlegar kaupmessur og ráðstefnur kjörnar til þess, en hinar vinsælustu þeirra fjalla einmitt um tækni, tölvur og fjarskipti. Þar hefur verið mikil gerjun og jafnvel samruni, því skilin eru ekki alltaf skýr. Þannig eru bílasýningar margar orðnar mjög tölvuskotnar og varla unnt að finna almennilega tölvuráðstefnu án þess að sjálfakandi bílar komi við sögu.

Flestar ráðstefnur af þessu tagi eru dyggilega studdar helstu fyrirtækjum í greininni, en ekki þó allar. Þær snúa flestar bæði að tækni og markaði, en menn skyldu ekki vanmeta félagslega þáttinn.

Hér er getið nokkurra helstu slíkra sýninga á alþjóðavísu og jafnframt ráðlagt að menn panti snemma. Ekki vegna þess að það verði alltaf uppselt, en bestu hótelin, bílaleigubílar og ráðstefnusætin fara fljótt, að ógleymdum ýmsum jaðarviðburðum og netagerðarsamkvæmum, sem oft eru ekki síður gefandi en aðaldagskráin.

  • Google I/O

Google I/O 2019 í Mountain View 7 . - 9. maí
Árleg forritararáðstefna Google, þar sem kastljósið beinist að Android, Chrome, forritaskil Google (API), GWT, App Engine og fleiru. Aðeins um 3.000 sæti laus.
https://events.google.com/io

  • MWC 2019

Mobile World Congress í Barcelona 25.-28. febrúar
Árleg hámessa snjallsímatækninnar er MWC í Barcelona. Liðlega 100.000 gestir komu í fyrra og þó það hafi nokkuð slegið í bakseglin í þróun og sölu snjallsíma síðastliðin misseri er margra frétta að vænta, m.a. af Sony Xperia XZ4 og LG G8, auk þess sem Samsung Galaxy S10 verður þar til sýnis eftir að hafa verið kynntur vikuna áður.
https://www.mwcbarcelona.com

  • Hannover Messe

Hannobver Messe í Hannover 1.-5. apríl
CeBIT var um árabil stærsta tölvusýning heims, en hefur nú runnið saman við Hannover Messe. Sem slík verður kaupstefnan fjölþættari, en áherslan er einkum á vélvirkni, hátækni, jafnt á neyslumarkaði og fyrir framleiðendur.
https://www.cebit.de

  • Disrupt SF 2019

TechCrunch Disrupt í San Francisco 2.-4. október
Disrupt er helguð sprotastarfsemi í tæknigeiranum, þar sem menn keppa jafnvel í nýjabruminu. Þar er mikil hugmyndadeigla, þar sem frumkvöðlar og peningamenn, hakkarar og tæknifrík bera saman bækur sínar.
https://techcrunch.com/events/disrupt-sf-2019

Nánar er fjallað um málið í sérblaðinu Fundir & ráðstefnur, fylgiriti Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .

Sigurganga tækninnar í efnahagsóróa undanfarinna ára kann að vera aðeins meira á brattann að ganga en áður, framþróunin virðist ekki jafnör og markaðir víða að mettast, eins og sjá má á því að vöxtur í snjallsímasölu er mun minni en verið hefur. Það er þó ekki svo að menn láti staðar numið, miklar vonir eru bundnar við framfarir í gervigreind, vélvirkni og öðru slíku, sem heita má afsprengi snjallsímabyltingarinnar.

Vilji menn fylgjast með því helsta sem þar er á döfinni eru alþjóðlegar kaupmessur og ráðstefnur kjörnar til þess, en hinar vinsælustu þeirra fjalla einmitt um tækni, tölvur og fjarskipti. Þar hefur verið mikil gerjun og jafnvel samruni, því skilin eru ekki alltaf skýr. Þannig eru bílasýningar margar orðnar mjög tölvuskotnar og varla unnt að finna almennilega tölvuráðstefnu án þess að sjálfakandi bílar komi við sögu.

Flestar ráðstefnur af þessu tagi eru dyggilega studdar helstu fyrirtækjum í greininni, en ekki þó allar. Þær snúa flestar bæði að tækni og markaði, en menn skyldu ekki vanmeta félagslega þáttinn.

Hér er getið nokkurra helstu slíkra sýninga á alþjóðavísu og jafnframt ráðlagt að menn panti snemma. Ekki vegna þess að það verði alltaf uppselt, en bestu hótelin, bílaleigubílar og ráðstefnusætin fara fljótt, að ógleymdum ýmsum jaðarviðburðum og netagerðarsamkvæmum, sem oft eru ekki síður gefandi en aðaldagskráin.

  • Google I/O

Google I/O 2019 í Mountain View 7 . - 9. maí
Árleg forritararáðstefna Google, þar sem kastljósið beinist að Android, Chrome, forritaskil Google (API), GWT, App Engine og fleiru. Aðeins um 3.000 sæti laus.
https://events.google.com/io

  • MWC 2019

Mobile World Congress í Barcelona 25.-28. febrúar
Árleg hámessa snjallsímatækninnar er MWC í Barcelona. Liðlega 100.000 gestir komu í fyrra og þó það hafi nokkuð slegið í bakseglin í þróun og sölu snjallsíma síðastliðin misseri er margra frétta að vænta, m.a. af Sony Xperia XZ4 og LG G8, auk þess sem Samsung Galaxy S10 verður þar til sýnis eftir að hafa verið kynntur vikuna áður.
https://www.mwcbarcelona.com

  • Hannover Messe

Hannobver Messe í Hannover 1.-5. apríl
CeBIT var um árabil stærsta tölvusýning heims, en hefur nú runnið saman við Hannover Messe. Sem slík verður kaupstefnan fjölþættari, en áherslan er einkum á vélvirkni, hátækni, jafnt á neyslumarkaði og fyrir framleiðendur.
https://www.cebit.de

  • Disrupt SF 2019

TechCrunch Disrupt í San Francisco 2.-4. október
Disrupt er helguð sprotastarfsemi í tæknigeiranum, þar sem menn keppa jafnvel í nýjabruminu. Þar er mikil hugmyndadeigla, þar sem frumkvöðlar og peningamenn, hakkarar og tæknifrík bera saman bækur sínar.
https://techcrunch.com/events/disrupt-sf-2019

Nánar er fjallað um málið í sérblaðinu Fundir & ráðstefnur, fylgiriti Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .