Hinn sextán ára Luke Littler hefur skotist hratt upp á stjörnuhiminn eftir lygilegt gengi á heimsmeistaramótinu í pílukasti í Lundúnum.
Littler mun keppa til úrslita um áttaleytið í kvöld gegn Luke Humphries sem veðbankar telja sigurstranglegri.
Heimsmeistaramótið í pílukasti hófst 15. desember en samkvæmt breska miðlinum the Independent nemur vinningsfé mótsins alls 2,5 milljónum punda sem samsvarar ríflega 436 milljónum króna á gengi dagsins.
Sigurvegari mótsins fær 500 þúsund pund sem samsvarar rúmlega 87 milljónum króna en annað sæti fær 200 þúsund pund sem samsvarar ríflega 35 milljónum króna.
Hvernig sem fer verður hin sextán ára því alltaf milljónamæringur í lok móts en keppendur sem duttu út í fjórðu og þriðju umferð fengu 35 þúsund pund hver á meðan keppendur sem duttu úr í annarri umferð fengu 15 þúsund pund.
Littler sagði í gærkvöldi að sama hvernig fer muni hann kaupa eitthvað fallegt fyrir foreldra sína fyrir vinningsféð en ljóst er að ferill hans í pílukasti er rétt að byrja.