Hinn sex­tán ára Luke Littler hefur skotist hratt upp á stjörnu­himinn eftir lygi­legt gengi á heims­meistara­mótinu í pílu­kasti í Lundúnum.

Littler mun keppa til úr­slita um átta­leytið í kvöld gegn Luke Hump­hries sem veð­bankar telja sigur­strang­legri.

Heims­meistara­mótið í pílu­kasti hófst 15. desember en sam­kvæmt breska miðlinum the In­dependent nemur vinnings­fé mótsins alls 2,5 milljónum punda sem sam­svarar ríf­lega 436 milljónum króna á gengi dagsins.

Sigur­vegari mótsins fær 500 þúsund pund sem sam­svarar rúm­lega 87 milljónum króna en annað sæti fær 200 þúsund pund sem sam­svarar ríf­lega 35 milljónum króna.

Hvernig sem fer verður hin sex­tán ára því alltaf milljóna­mæringur í lok móts en kepp­endur sem duttu út í fjórðu og þriðju um­ferð fengu 35 þúsund pund hver á meðan kepp­endur sem duttu úr í annarri um­ferð fengu 15 þúsund pund.

Littler sagði í gærkvöldi að sama hvernig fer muni hann kaupa eitthvað fallegt fyrir foreldra sína fyrir vinningsféð en ljóst er að ferill hans í pílukasti er rétt að byrja.

Littler fagnar sigrinum í gærkvöldi.
Littler fagnar sigrinum í gærkvöldi.
© epa (epa)