The Smashing Pumpkins er á leið til Íslands í fyrsta skipti en bandaríska hljómsveitin mun halda stórtónleika í Laugardalshöllinni 26. ágúst nk. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Senu Live.

Hljómsveitin er ein sú frægasta og áhrifamesta í heiminum og átti stóran þátt í mótun indie-tónlistar og menningar.

The Smashing Pumpkins, sem stofnuð var í Chicago árið 1988, hafa selt yfir 30 milljón plötur um allan heim og unnið til tveggja Grammy-verðlauna, sjö MTV VMA-verðlauna og American Music-verðlauna.

Í tilkynningu segir að almenn sala hefjist á föstudaginn klukkan 10:00 og kosta miðarnir frá 19.990 kr.