Sala á bjór í Þýskalandi dróst saman um 4,5% á síðasta ári en hún hefur verið á niðurleið um nokkurra ára skeið. Brugghús og dreifingaraðilar þar í landi seldu rúmlega 8,4 milljarða lítra af bjór á síðasta ári samkvæmt þýsku hagstofunni.

Þýskir bjórframleiðendur hafa verið að glíma við sölulækkanir í nokkur ár sem er talin tengjast heilsufarsáhyggjum almennings og öðrum þáttum. Hagstofan þar segir að sala hafi til að mynda verið 11,3% minni en hún var árið 2013 og 25,3% minni en hún var árið 1993.

Sala á bjór í Þýskalandi dróst saman um 4,5% á síðasta ári en hún hefur verið á niðurleið um nokkurra ára skeið. Brugghús og dreifingaraðilar þar í landi seldu rúmlega 8,4 milljarða lítra af bjór á síðasta ári samkvæmt þýsku hagstofunni.

Þýskir bjórframleiðendur hafa verið að glíma við sölulækkanir í nokkur ár sem er talin tengjast heilsufarsáhyggjum almennings og öðrum þáttum. Hagstofan þar segir að sala hafi til að mynda verið 11,3% minni en hún var árið 2013 og 25,3% minni en hún var árið 1993.

Árið 2022 jókst salan hins vegar um 2,7% en hún sú hækkun var talin tengjast aukinni eftirspurn eftir heimsfaraldur.

Útflutningur hefur einnig dregist saman um 5,9% en innflutningur meðal annarra ríkja innan ESB, sem keyptu 784 milljónir lítra af þýskum bjór, dróst þar að auki saman um 2,6%. Sala til annarra ríkja utan álfunnar dróst þá líka saman um 9,6%.