Um 200 þjónar þeyttust um götur Parísarborgar um þar síðustu helgi þegar hið svokallaða Þjónahlaup (f. Course des Cafes) fór fram í fyrsta sinn í rúman áratug.

Við hvatningaróp áhorfenda fóru einkennisklæddu þjónarnir - sem máttu þó ekki hlaupa - tveggja kílómetra leið við ráðhúsið í París með bakka hlöðnum smjördeigshorni, vatnsglasi og kaffibolla. .

Um aldargamla hefð er að ræða en viðburðurinn hafði þó ekki verið haldinn síðan 2012 vegna fjárskorts.

Yfirvöld í París ákváðu að endurvekja Þjónahlaupið í tilefni Ólympíuleikanna sem fara fram í höfuðborginni í sumar. Þá var viðburðinum ekki síður ætlað að vekja athygli á kaffihúsamenningunni sem borgin er þekkt fyrir