Blettir í flíkum er eitthvað sem allir kannst við, ungir sem aldnir. Á leiðbeiningarstöð heimilanna er að finna fjöldan allan af blettaráðum. Hér eru fjögur þeirra.
Blóð
Kalt vatn og salt er lausnin við blóði í flík. Leggðu flíkina í saltvatnið og láttu hana liggja í 15 mínútur áður en þú þværð hana á hefðbundin hátt.
Auka ráð frá undirritaðri, sem er mjög gjörn á að fá blóðnasir með tilheyrandi blóðblettum, er að nudda ég klaka á blettinn og leyfi honum svo að bráðna. Þetta er mjög sniðugt ráð fyrir minni bletti og flíkur sem mega ekki fara í þvottavélina.
Fita:
Fyrir fitubletti er ráð að nota uppþvottalög og leyfa honum að standa í góðan tíma. Þrífið svo flíkina í þvottavélinni eða upp úr heitu vatni.
Reynið að velja litlausan uppþvottalög þar sem liturinn í leginum gæti skilið eftir sig slikju í flíkinni.
Rauðvín:
Hægt er að losna við rauðvínsblett á tvenna vegu. Fyrri aðferðin er að strá matarsóda yfir blettinn og láta hann soga rauðvínið í sig. Seinni aðferðin er að hella rauðvíni eða sódavatni yfir blettinn og láta hann leysast upp.
Sé bletturinn ekki alveg farinn má setja leyfa uppþvottalegi að liggja á blettinum um stund áður en flíkin er sett í þvottavélina.
Grasgræna:
Við grasgrænu er hægt að nota sama ráð og með fituna. Það er að láta uppþvottalög liggja á blettinum í smá tíma áður en flíkin er þvegin í þvottavélinni.
Fyrir erfiðari bletti er gott að hella mjólk á blettinn áður en uppþvottaleginum er nuddað á flíkina. En fyrir ljósar flíkur er mælt með sítrónusafa til að leysa upp grasgrænuna.