Frakkland er eitt mest heimsótta land í heimi og er höfuðborg landsins engin undantekning. Tæplega 80 milljónir ferðalanga fara til borgarinnar á hverju ári og þá eru franskir ferðamenn ekki teknir með.

Í ár verða hins vegar enn fleiri gestir, rúmlega 15 milljón talsins, sem munu hrúgast inn í borgina fyrir sumarólympíuleikana 2024.

Frakkland er eitt mest heimsótta land í heimi og er höfuðborg landsins engin undantekning. Tæplega 80 milljónir ferðalanga fara til borgarinnar á hverju ári og þá eru franskir ferðamenn ekki teknir með.

Í ár verða hins vegar enn fleiri gestir, rúmlega 15 milljón talsins, sem munu hrúgast inn í borgina fyrir sumarólympíuleikana 2024.

Í aðdraganda þess hafa Parísbúar hækkað verðin fyrir mat, drykk, flutning og gistingu, það er að segja viðkvæmustu fjárhagssvæðin fyrir ferðamenn í borginni. Miðaverð í neðanjarðarlestinni mun til að mynda hækka úr 2.50 evrum í 5 evrur fyrir eina ferð.

Veitingastaðir borgarinnar vilja ekki missa af þessu tækifæri og hafa byrjað að hækka verðin sín. Jafnvel þeir sem heimsækja veitingastaði borgarinnar hafa rokið upp augun og lent í nöldrandi þjónum sem biðja um hærra þjórfé eftir matinn.

Ferlið virkar þannig fyrir sig að eftir matinn biður viðskiptavinur um reikninginn, sem í París gæti vel verið um 20 þúsund krónur með vínflösku. Þjónninn kemur með posa eða spjaldtölvu og slær inn hversu mikið þú vilt gefa í þjórfé. Viðskiptavinur hugsar sér kannski hversu mikið hann gaf í seinustu utanlandsferð til Bandaríkjanna, kannski 15%. Færslan fer í gegn og án þess að gera sér grein fyrir því fóru 3.000 krónur í þjórfé.

Samkvæmt tímaritinu Food & Wine er besta leiðin fyrir ferðalanga á Ólympíuleikunum til að forðast þetta að kynna sér borgina vel fyrst, þar á meðal veitingastaðina. Vertu svo viss um að sýna virðingu og vera kurteis við starfsmenn veitingahúsa og síðast en ekki síst, slepptu kortinu og greiddu með reiðufé.