Það var ný reynsla fyrir Elizu að vera þjóðþekkt fyrir að vera eiginkona forsetans. „Ég var vön að vera sjálfstæð í mínum verkefnum. Núna var ég allt í einu þekkt fyrir að vera gift einhverjum,“ segir hún.

Hún bendir á að venjan sé að í hjónabandi séu báðir aðilar jafnir og að báðir gefi jafnt til þess. „Ég var allt í einu í þeirri stöðu að vera að vinna með makanum mínum og hann á vissan hátt yfir. Guðni er ekki manneskja sem myndi nokkurn tímann banna mér neitt en ég var mjög meðvituð um að hann gæti það. Skiljanlega höfðu hans verkefni forgang en það var alveg ný tilfinning fyrir mig.“

Hún bendir á að þetta fylgi auðvitað því að vera maki þjóðhöfðingja en þessi staða hafi stundum flækst fyrir henni. „Að sjálfsögðu á þjóðhöfðinginn að vera í fyrsta sæti en þetta er flókið og þegar maður er búinn að lofa að gera eitthvað fyrir hönd Íslands þá þarf maður sama stuðning frá teymi embættisins. Oftast var það þannig en ekki alltaf. Stundum þurfti ég aðeins að berjast fyrir mínu.“

Það var ný reynsla fyrir Elizu að vera þjóðþekkt fyrir að vera eiginkona forsetans. „Ég var vön að vera sjálfstæð í mínum verkefnum. Núna var ég allt í einu þekkt fyrir að vera gift einhverjum,“ segir hún.

Hún bendir á að venjan sé að í hjónabandi séu báðir aðilar jafnir og að báðir gefi jafnt til þess. „Ég var allt í einu í þeirri stöðu að vera að vinna með makanum mínum og hann á vissan hátt yfir. Guðni er ekki manneskja sem myndi nokkurn tímann banna mér neitt en ég var mjög meðvituð um að hann gæti það. Skiljanlega höfðu hans verkefni forgang en það var alveg ný tilfinning fyrir mig.“

Hún bendir á að þetta fylgi auðvitað því að vera maki þjóðhöfðingja en þessi staða hafi stundum flækst fyrir henni. „Að sjálfsögðu á þjóðhöfðinginn að vera í fyrsta sæti en þetta er flókið og þegar maður er búinn að lofa að gera eitthvað fyrir hönd Íslands þá þarf maður sama stuðning frá teymi embættisins. Oftast var það þannig en ekki alltaf. Stundum þurfti ég aðeins að berjast fyrir mínu.“

Viðtalið við Elizu Reid er að finna í blaðinu Eftir vinnu sem kom út á miðvikudaginn. Áskrifendur geta lesið viðtalið í heild hér.