Alls veiddust 32.726 laxar í íslenskum ám á síðasta ári samkvæmt nýjum tölum Hafrannsóknarstofunar. Til samanburðar veiddust um 43.184 laxar sumarið 2022 og nemur samdráttur í laxveiði á milli ára því 24%.

Alls veiddust 32.726 laxar í íslenskum ám á síðasta ári samkvæmt nýjum tölum Hafrannsóknarstofunar. Til samanburðar veiddust um 43.184 laxar sumarið 2022 og nemur samdráttur í laxveiði á milli ára því 24%.

Selá í Vopnafirði er sú íslenska laxveiði sem skilaði flestum löxum á stöng síðasta sumar eða 213. Næst á eftir kom Ytri-Rangá með 188 laxa á stöng.

Síðasta laxveiðisumar var töluvert lakara en sumarið 2022. Meðalveiðin í 50 bestu ánum var 94 laxar á stöng samanborið við 113 laxa árið 2022. Á síðustu tólf árum hefur meðaltalið einungis þrisvar verið lægra en síðasta sumar en það var árin 2012, 2014 og 2019.

Þegar horft er á aflahæstu árnar þá var flestum löxum landað í Ytri-Rangá síðasta sumar og þar á eftir komu Eystri-Rangá og Miðfjarðará. Er þetta þriðja árið í röð sem þessar ár skipa þrjú efstu sætin yfir heildarveiði.

Blaðið Veiði fylgdi Viðskiptablaðinu en í því er fjallað um margt forvitnilegt nú þegar veiðitímabilið er komið af stað.