Í „Öxull“, tveggja manna sýningu á abstrakt málverkum Scott Everingham og Kristínar Morthens, er tungumál abstraktsins til staðar í tveimur aðskildum en einkennandi aðferðum sem bregðast við og tengjast hver annarri. Ferli beggja málara er háð endurtekningu. Í aðdraganda sýningarinnar áttu listamennirnir í samtali milli Toronto, Kanada og Reykjavíkur, um verk sín. Í þessu samtali tóku þau eftir ákvörðunum og ómeðvituðu stefi sem tengdi málverk þeirra saman.

Scott Everingham

Fyrir Scott er málverk leið til að búa til sjónræna framsetningu á meðvituðu og ómeðvituðu umhverfi. Rýmin eru bæði óraunveruleg - skálduð rými sem stangast á við rökfræði og eðlisfræði – en einnig kunnugleg form og litir fengnir úr lífinu í kringum um okkur. Verk Scotts hafa verið sýnd víða um Kanada og á alþjóðavettvangi í Bandaríkjunum, Danmörku, Englandi og Hollandi.

Scott Everingham ~ Morning Hymns
Kristín Morthens ~ Crest / Öldutoppur

Málverk Kristínar Morthens sameina landslag, fígúrutífu og abstrakt og skapa millirými sem ekki er auðvelt að henda reiður á. Verk hennar hafa verið sýnd bæði hérlendis og erlendis.

Opnunin byrjar klukkan 17:00 og stendur til klukkan 19:00 laugardaginn 17. ágúst.