Í tímaritinu Áramótum, sem kom út 30. desember, er umfjöllun um 40 launahæstu atvinnumennina. Hér að neðan er hluti umfjöllunarinnar.
Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson er langlaunahæsti íslenski landsliðsmaðurinn eftir að hann samdi við Al-Orobah í Sádi-Arabíu í sumar. Jóhann Berg fær um milljarð króna í árslaun hjá félaginu samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins, en peningarnir eru skattfrjálsir í Sádi-Arabíu.
Tveir handboltamenn á listanum
Tveir handboltamenn eru á listanum, Aron Pálmarsson og Ómar Ingi Magnússon. Aron var kominn heim úr atvinnumennsku og gekk til liðs við FH og leiddi Hafnarfjarðarrisann að Íslandsmeistaratitli á síðasta tímabili.
Það kom mörgum mjög á óvart þegar hann ákvað að fara aftur í atvinnumensskuna í haust. Hann fékk frábært tilboð frá ungverska stórliðinu Veszprém KC sem hann lék eitt sinn með. Aron gerði mjög góðan samning við Veszprém og fær 100 milljónir í árslaun.
Ómar Ingi er með helmingi lægri laun hjá Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni. Þá er Martin Hermannsson körfuboltamaður á listanum en hann leikur með Alba Berlín en þangað fór hann frá Valencia.
Hér má sjá listann í heild sinni:
Nánar er fjallað um málið í Áramótum, tímariti Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar. Áskrifendur geta lesið umfjöllunina í heild hér.