Breski grínistinn Gavin Webster var einn af þeim sem mættu til Íslands til að taka þátt í Reykjavík Fringe hátíðinni sem nú fer fram. Hann hélt sína síðustu sýningu í gærkvöldi á Dubliner og vakti sýning hans mikla lukku meðal áhorfenda.

Gavin er frá Newcastle en hann hefur mikla reynslu sem uppistandari. Hann byrjaði að koma fram árið 1993 og hefur skemmt út um allan heim á þekktum uppistandsklúbbum á borð við Comedy Store.

Árið 2012 ákvað hann að skýra sýningu sína á Edinborgar Fringe hátíðinni „Umdeilt nafn á sýningu til að geta selt miða“.

Gavin er stórskemmtilegur grínisti sem tekur sig ekki of alvarlega og minnir framkoma hans mikið á líflegasta einstaklinginn sem finnst í öllum veislum. Hann skiptir oft um gír og segir hálfgerða pabbabrandara inn á milli þess að banka í hljóðnemann ef fólk hlær ekki að þeim.

Viðskiptablaðinu var boðið á sýningu hans og það kom skemmtilega á óvart hversu vel íslensku áhorfendurnir þekktu allar tilvísanir hans um breska menningu. Hann gerir stólpagrín að Skotum og konungsfjölskyldunni og er ekki hræddur við að fara yfir allar línur á mjög skemmtilegan máta.

Eftir sýningu sagðist Gavin vera hæstánægður með salinn og tók vel í bæði hátíðina sem og hversu mikinn áhuga áhorfendur höfðu á sýningunni. „Þetta var æðislegt herbergi og allir skemmtu sér svo vel. Ég hugsa að Ísland þurfi ekki nema tvö ár í viðbót og þessi hátíð verður orðin ein af bestu Fringe hátíðum sem til er,“ segir Gavin.

Breski grínistinn Gavin Webster var einn af þeim sem mættu til Íslands til að taka þátt í Reykjavík Fringe hátíðinni sem nú fer fram. Hann hélt sína síðustu sýningu í gærkvöldi á Dubliner og vakti sýning hans mikla lukku meðal áhorfenda.

Gavin er frá Newcastle en hann hefur mikla reynslu sem uppistandari. Hann byrjaði að koma fram árið 1993 og hefur skemmt út um allan heim á þekktum uppistandsklúbbum á borð við Comedy Store.

Árið 2012 ákvað hann að skýra sýningu sína á Edinborgar Fringe hátíðinni „Umdeilt nafn á sýningu til að geta selt miða“.

Gavin er stórskemmtilegur grínisti sem tekur sig ekki of alvarlega og minnir framkoma hans mikið á líflegasta einstaklinginn sem finnst í öllum veislum. Hann skiptir oft um gír og segir hálfgerða pabbabrandara inn á milli þess að banka í hljóðnemann ef fólk hlær ekki að þeim.

Viðskiptablaðinu var boðið á sýningu hans og það kom skemmtilega á óvart hversu vel íslensku áhorfendurnir þekktu allar tilvísanir hans um breska menningu. Hann gerir stólpagrín að Skotum og konungsfjölskyldunni og er ekki hræddur við að fara yfir allar línur á mjög skemmtilegan máta.

Eftir sýningu sagðist Gavin vera hæstánægður með salinn og tók vel í bæði hátíðina sem og hversu mikinn áhuga áhorfendur höfðu á sýningunni. „Þetta var æðislegt herbergi og allir skemmtu sér svo vel. Ég hugsa að Ísland þurfi ekki nema tvö ár í viðbót og þessi hátíð verður orðin ein af bestu Fringe hátíðum sem til er,“ segir Gavin.