Laxveiðin á síðasta ári var frekar döpur. Í heildina veiddust um 32.700 laxar í íslenskum ám en til samanburðar er meðalveiðin frá aldamótum um 48.100.

Laxveiðin á síðasta ári var frekar döpur. Í heildina veiddust um 32.700 laxar í íslenskum ám en til samanburðar er meðalveiðin frá aldamótum um 48.100.

Af þeim 32.700 löxum sem veiddust í fyrra var tæplega 20.600 sleppt, sem þýðir að 63% laxa var sleppt. Hefur þetta hlutfall aldrei verið hærra hér á landi, sem dæmi var 53% laxa sleppt sumarið 2022.

Hlutfallið var þó mjög svipað árið 2019 þegar 62% laxa var sleppt en það ár veiddust einungis 29.200 laxar í íslenskum ám. Svo virðist sem veiðimenn séu gjarnari á að sleppa laxi þau ár sem veiðin er léleg.

Til fróðleiks má nefna að sumarið 2000 var 11% laxa sleppt. Það hefur því orðið mikil viðhorfsbreyting á meðal veiðimanna í þessum efnum.

Í súluritinu má finna tölur yfir heildarveiði í öllum íslenskum ám frá aldamótum sem og fjölda laxa sem sleppt var hvert ár. Nákvæmar tölur birtast þegar bendill er færður yfir súlurnar. Tölurnar byggja á gögnum frá Hafrannsóknarstofun.