Ólafur Helgi Kristjánsson er matreiðslumeistari, eigandi og yfirkokkur veitingastaðarins Brasserie Kársnes. En hann rekur staðinn ásamt eiginkonu sinni, Sólveigu Júlíönu Guðmundsdóttur.
Drykkjarseðill staðarins er veglegur en á honum eru meðal annars 14 tegundur af áfengum kokteilum og 3 tegundir af óáfengum kokteilum. Ólafur deilir hér uppskriftum af tveimur þeirra.
Downtown Abbey
Innihald:
- 3cl Vodki
- 6cl Passion pure
- 3cl Lakkrís sýróp
- Freyðivín
Aðferð:
- Passion pure, lakkrís sýróp og vodka er hrist vel saman ásamt klökum í hristara.
- Blöndunni er helt í kælt glas með strainer til þess að klakarnir fari ekki í glasið.
- Toppað með freyðivíni.
VeiðiDrykkurinn
Innihald:
- 3cl Gin
- 1cl Engifer & myndtu sýróp
- 1,5 cl Lime safi
- Tonic
- 7up
Aðferð:
- Gin, sýróp og lime sett í glass með klökum.
- Glasið fyllt upp með Tonic og dass af 7up.
- Skreytt með lime og myntu.