Mini Cooper S var bíllinn sem vann hylli bílaunnenda um heim allan á sjöunda áratug síðustu aldar og er talinn annar áhrifamesti bíll 20. aldarinnar. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar en að mörgu leyti hefur Mini haldið sérkennum sínum og að vissu leyti í aksturseiginleikum einnig. Lítill, sportlegur borgarbíll sem er gaman að keyra. Og Mini vekur alls staðar athygli fyrir útlitið.

Ég var kornungur að árum þegar ég heillaðist af Mini í gömlu, góðu myndinni The Italian Job. Þessi litli spræki og flotti bíll sem flutti gull úr mögnuðu ráni bresks bófagengis á Ítalíu undir stjórn stórleikarans Michael Caine. Svo sá ég endurgerðina sem Hollywood gerði fyrir nokkrum árum með stórleikurum í öllum hlutverkum en aðalstjarnan var sem fyrr Mini. Hann komst allt hversu þröngt sem það var og gat flutt allt gullið og farið hratt yfir án vandræða.

Nánar er fjallað um bílinn og nýja rafútgáfu hans í blaðinu Eftir vinnu, sem kom út 11.maí. Áskrifendur geta lesið greinina í heild hér.