Flugan „ Stangó “ þótti fegurst þeirra sem bárust í fluguhnýtingarkeppni Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Flugan er hnýtt af Sigurði Héðni Harðarsyni, sem oftast er kenndur við flugu sína Hauginn. Siggi Haugur segir að þetta sé stórlaxalfuga og spáir því að allavega 80 laxar muni gleypa hana í sumar.
Verðlaunaflugan er fögur. Búkur og broddur eru gulllitaðir en einnig er ljósblátt sjálflýsandi flos í broddi. Yfirvængurinn og skeggið eru ljósblá og undirvængurinn hvítur, fjöður úr skógarhana og blá hnakkafjöður eru í kinnum. Hér fyrir neðan má sé uppskriftir af viðhafnar útgáfu og einfaldari útgáfu flugunnar.
Stangó – viðhafnarútgáfa
Uppskrift : Svartur þráður, broddur ávalt gull, ljósblátt sjálflýsandi flos, ljósblá gæs í yfirvæng, hvít gæs í undirvæng, gullfasani , ljósblá hæna í skegg, ljósblár glitþráður, frumskógarhani og blá hnakkafjöður af hana í kinnar. Ávalt gull vafið um búk úr hömruðu gulli.
Stangó - til að bæta í boxið
Uppskrift : Svartur þráður, broddur ávalt gull, ljósblátt sjálflýsandi flos, ljósblár yfirvængur, hvítur hestur í undirvæng, gullfasani , ljósblá hæna í skegg og ljósblár glitþráður. Ávalt gull vafið um búk úr hömruðu gulli.