Á hinu vinsæla ferðamannasvæði í Saint-Ouen, skammt frá Stade de France, mættu lögreglumenn snemma að morgni þann 3. apríl sl. og lokuðu 11 verslunum sem voru að selja falsaðar töskur og skó.

Lögreglan lagði hald á 63 þúsund föt, skó og leðurvörur, þar á meðal falsaðar Louis Vuitton- og Nike-vörur. Tíu manns voru einnig handteknir í aðgerðinni.

Á hinu vinsæla ferðamannasvæði í Saint-Ouen, skammt frá Stade de France, mættu lögreglumenn snemma að morgni þann 3. apríl sl. og lokuðu 11 verslunum sem voru að selja falsaðar töskur og skó.

Lögreglan lagði hald á 63 þúsund föt, skó og leðurvörur, þar á meðal falsaðar Louis Vuitton- og Nike-vörur. Tíu manns voru einnig handteknir í aðgerðinni.

Yfirvöld í Frakklandi eru á fullu að takast á við falsaðar vörur í aðdraganda Ólympíuleikanna en talið er að fölsuð vörumerki kosti Frakka 1,7 milljarða evra á hverju ári að sögn hugverkastofu ESB.

„Við höfum verið að tala um vandamál sem tengjast fölsun undanfarin tvö ár,“ segir Michel Lavaud, öryggisstjóri lögreglunnar í Seine-Saint-Denis úthverfi Parísar.

Aðgerð lögreglunnar á götusala í hverfinu, þar sem einn af hverjum þremur lifir við fátækt, hefur þó vakið gagnrýni fyrir að ýta fólki sem er þegar í erfiðri efnahagslegri stöðu í frekari erfiðleika.