Vínframleiðsla á heimsvísu var 10% umfram eftirspurn árið 2023 samkvæmt alþjóðlegu vínstofnuninni OIV. Umframmagnið hefur leitt til verðlækkana og ógnar nú starfsemi framleiðenda.

Vínbændur í Ástralíu hafa neyðst til að eyðileggja milljónir þrúga um allt land til að gróðursetja eitthvað annað í staðinn.

Vínframleiðsla á heimsvísu var 10% umfram eftirspurn árið 2023 samkvæmt alþjóðlegu vínstofnuninni OIV. Umframmagnið hefur leitt til verðlækkana og ógnar nú starfsemi framleiðenda.

Vínbændur í Ástralíu hafa neyðst til að eyðileggja milljónir þrúga um allt land til að gróðursetja eitthvað annað í staðinn.

Framleiðendur þar í landi hafa þegar verið í vandræðum me‘ að losa sig við flöskur sínar vegna erfiðleika í samskiptum milli Kína og Ástralíu. Kínversk stjórnvöld settu himinháa tolla á ástralskt vín eftir að stjórnvöld í Canberra kölluðu eftir sjálfstæðri rannsókn á uppruna Covid-19.

Vínneysla hefur einnig dregist saman um 4,5% í Bretlandi, 2,7% í Bandaríkjunum og 2% í Frakklandi. Á sama tíma hefur vínneysla í Ástralíu þar að auki dregist saman um 1,7%.

Um mitt ár 2023 voru Ástralir með 2 milljarða lítra af víni í geymslu en það samsvarar um tveggja ára framleiðslu. Sumt af því víni er í hættu á að spillast og hafa aðstæður neytt framleiðendur til að selja birgðir sínar með miklum afslætti.