Hvers vegna er alltaf verið að ráðleggja okkur að drekka þessar hefðbundnu rauðvínstegundir yfir vetrartímann? Af hverju má ekki fá sér rauðvín sem er pínu kolsýrt og skemmtilegt?

Blaðamaður Wall Street Journal gerði á dögunum úttekt um Lambrusco, eina af þessum vanmetnu rauðvínstegundum sem fer til að mynda frábærlega vel með góðri pizzu og er þar auki mjög ódýr.

Hvers vegna er alltaf verið að ráðleggja okkur að drekka þessar hefðbundnu rauðvínstegundir yfir vetrartímann? Af hverju má ekki fá sér rauðvín sem er pínu kolsýrt og skemmtilegt?

Blaðamaður Wall Street Journal gerði á dögunum úttekt um Lambrusco, eina af þessum vanmetnu rauðvínstegundum sem fer til að mynda frábærlega vel með góðri pizzu og er þar auki mjög ódýr.

Greinin fjallar hins vegar ekki um þessa sætu Lambrusco-flösku sem finnst í ríkinu á 1.590 krónur. Sú tegund er að vísu alls ekki síðri og þegar hún var fyrst markaðsett í Bandaríkjunum á áttunda og níunda áratug síðustu aldar fékk hún skemmtilegt slagorð: Riunite on ice, that‘s nice!

Það skipti engu máli að hinar Lambrusco-tegundirnar voru mun betri og bragðmeiri, af einhverri ástæðu hugsar fólk strax um Riunite um leið og það hugsar um Lambrusco.

Dýrasta Lambrusco-flaskan sem fæst í Vínbúðinni er Ceci to you Lambrusco Rosso og kostar rétt undir fimm þúsund krónur. Þær eru flestar með sætu bragði en glitrandi flaska af þurru Lambrusco fer langar leiðir til að gera vetrarkvöldin hugguleg.

Flestar tegundir Lambrusco fá sinn kolsýrða eiginleika í gegnum ferli sem kallast Charmat-aðferðin. Þar fer vínið í gegnum aukagerjunarferli sem á sér stað undir miklum þrýstingi í ryðfríu stáli. Á Ítalíu kallast þetta Martinotti-aðferðin, eftir Federico Martinotti sem þróaði ferlið, en það var Frakkinn Eugéne Charmat sem betrumbætti það.

„Eftir að hafa smakkað þessi vín og talað við sérfræðinga áttaði ég mig á því að ég hafði rétt fyrir mér þegar kom að Lambrusco að hluta til. Jú, vínin eru auðdrekkandi og eru góð með mat. En bestu tegundirnar hafa líka persónuleika og áhrifaríka sögu. Þó svo að vínin séu spræk og skemmtileg, þá eru þau mun meira en bara það.“