Ægir Þór Steinarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Risk ehf., sem þróað hefur áhættureikninn RetinaRisk sem reiknar út hvaða sykursýkisjúklingar eiga í hættu á sjónskerðingu. Ægir tekur við stöðunni af Sigurbjörgu Ástu Jónsdóttur sem tekur nú sæti í stjórn félagsins.
Ægir Þór hefur gegnt hlutverki vöruþróunarstjóra fyrirtækisins frá árinu 2018 og býr yfir þekkingu á heilsutæknimarkaðnum bæði hér heima og erlendis.
Sjá einnig: Koma í veg fyrir sjónskerðingu
Í tilkynningu kveðst Ægir þakklátur fyrir það traust sem stjórn Risk hefur sýnt honum og tækifærinu til að leiða áfram erlenda markaðssókn fyrirtækisins sem einblínir á markaði á Indlandi, í Bandaríkjunum og í Noregi ásamt samstarfi við Landspítalann.
„Við höldum áfram þróun lausna með samstarfsaðilum okkar hérna heima og erlendis með það markmið að útrýma blindu vegna sykursýki og ná fram skilvirkni í rekstri skimunarverkefna sem ekki hafa sést áður,” segir Ægir Þór.
Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri Risk:
„Eftir situr mikið stolt yfir því sem við höfum áorkað á þessum tíma. Ég hef fulla trú á því að Ægir og okkar öfluga teymi muni áfram leiða vöxt RetinaRisk á næstu árum. Ég hlakka til að fylgjast með félaginu vaxa og dafna til framtíðar og mun halda áfram að styðja við félagið sem hluthafi og stjórnarmeðlimur.“
Risk var stofnað af Einari Stefánssyni, augnlækni, Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði og Örnu Guðmundsdóttur, innkirtlalækni. RetinaRisk áhættureiknirinn er sá fyrsti í röð áhættureikna fyrir sykursýki og aðra króníska sjúkdóma sem eru í þróun