Mér líst rosalega vel á nýja starfið og finn strax hvað ég er að vinna með öflugu fólki,“ segir Guðmunda Ósk Kristjánsdóttir, nýr forstöðumaður fasteigna og innviða hjá fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviði Arion banka.
Hún kemur til bankans frá Landsbankanum þar sem hún starfaði í um fimmtán ár, en hún hefur starfað á vettvangi fjármála frá árinu 1999. „Það er mikil áskorun framundan, í þessu hávaxtaumhverfi sem við búum við, að velja fyrirtækin vel og standa með okkar fyrirtækjum í gegnum súrt og sætt. Ég er í grunninn að fara að gera það sama og í fyrra starfi, þ.e. í lánamálum, nema nú er ég komin í samkeppni við gömlu vinnufélagana,“ segir Guðmunda í léttum tón.
Mér líst rosalega vel á nýja starfið og finn strax hvað ég er að vinna með öflugu fólki,“ segir Guðmunda Ósk Kristjánsdóttir, nýr forstöðumaður fasteigna og innviða hjá fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviði Arion banka.
Hún kemur til bankans frá Landsbankanum þar sem hún starfaði í um fimmtán ár, en hún hefur starfað á vettvangi fjármála frá árinu 1999. „Það er mikil áskorun framundan, í þessu hávaxtaumhverfi sem við búum við, að velja fyrirtækin vel og standa með okkar fyrirtækjum í gegnum súrt og sætt. Ég er í grunninn að fara að gera það sama og í fyrra starfi, þ.e. í lánamálum, nema nú er ég komin í samkeppni við gömlu vinnufélagana,“ segir Guðmunda í léttum tón.
Guðmunda er mikil íþróttakona og sækir hreyfingu í mismunandi áttir. Hún er gömul handboltakempa en sagði skilið við íþróttina á sínum tíma þegar hún var búin að slíta krossbönd á báðum hnjám.
„Ég sæki andlega næringu með hreyfingu og finnst dásamlegt að ná snertifleti við vinkonur mínar á meðan við hreyfum okkur saman. Á laugardögum fer ég í badminton með gömlu handboltavinkonum mínum. Síðan hef ég, systir mín og þrjár vinkonur okkar æft saman streitulaust í tólf ár hjá Bjössa einkaþjálfara í World Class, og köllum við okkur Bjössagym. Við byrjuðum þegar við vorum allar í fæðingarorlofi og erum enn að mæta á fullu."
Nánar er rætt við Guðmundu í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins sem kom út á miðvikudaginn, 8. nóvember.