Andri Þór Arinbjörnsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri J.E Skjanna byggingaverktaka ehf. og mun hann hefja störf 1. janúar 2023. Þetta kemur fram í tilkynningu. Andri Þór er byggingatæknifræðingur og hefur starfað hjá Reitum fasteignafélagi frá árinu 2011, lengst af sem framkvæmdastjóri eignaumsýslusviðs.

J.E Skjanni byggingarverktakar er alhliða verktakafyrirtæki sem starfar við nýbyggingar, endurbóta- og viðhaldsverkefni.

Mörg spennandi verkefni eru í framkvæmd eða undirbúningi hjá J.E Skjanna. Má nefna íbúðar- og hótelbyggingar við Pollinn á Akureyri, hótelbyggingu við Bríetartún, kennileitishús í Urriðaholti auk nútímalegs fjölbýlishúss við Áshamar í Hafnarfirði.

Eigandi J.E Skjanna er Jens Sandholt.

Andri Þór hefur starfað hjá Reitum frá árinu 2011. Hann starfaði sem verkefnastjóri á Eignaumsýslusviði fyrirtækisins til ársins 2014 og tók þá við stöðu framkvæmdastjóra sviðsins.