Þann 1. janúar 2013 bættust Benedikt Egill Árnason hdl. og Guðbjörg Helga Hjartardóttir hdl. í hóp eigenda LOGOS lögmannsþjónustu, að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.
Guðbjörg Helga lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands í október 2004 og öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 2006. Hún lauk framhaldsnámi í félagarétti við University College London (UCL) árið 2012. Guðbjörg Helga hóf störf hjá LOGOS árið 2004 og hefur starfað á skrifstofu LOGOS bæði í Reykjavík og London. Sambýlismaður Guðbjargar Helgu er Jón Sigurðsson og eiga þau eina dóttur.
Benedikt Egill lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands árið 2005, öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 2006 og lauk prófi sem löggiltur verðbréfamiðlari árið 2008. Hann lauk framhaldsnámi í alþjóðlegri fjármögnun við King´s College London á árinu 2009. Benedikt Egill hóf störf hjá LOGOS árið 2005 og hefur starfað á skrifstofu LOGOS bæði í Reykjavík og London. Eiginkona Benedikts Egils er Elísabet Rán Andrésdóttir og eiga þau eina dóttur.