Arctic Trucks International er þekkingarfyrirtæki í bifreiðaiðnaði sem byggir á íslensku hugviti. „Arctic Trucks varð upphaflega til innan Toyota á Íslandi og varð síðan sjálfstætt fyrirtæki á sviði jeppabreytinga. Helstu verkefni félagsins eru nýsköpun í þróun breytinga á jeppum til að bæta aksturseiginleika, drifgetu og rekstraröryggi, til dæmis fyrir ferðalög í snjó og fjöllum,“ segir Sveinn.

„Síðan vindur þetta upp á sig og tæknin breiðist út til fleiri landa. Þá eru stofnuð dótturfyrirtæki sem selja víða um heim sem byggja á þessu íslenska hugviti,“ en félagið rekur dótturfélag í Bretlandi og hefur gert sérleyfissamninga við Arctic Trucks á Íslandi, Noregi, Finnlandi, Póllandi, Belgíu, Suður-Afríku, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Norður-Ameríku og Arctic Trucks Polar sem annast ferðaþjónustu á pólsvæðum fyrir pólfara og vísindamenn.

Sveinn hefur víðtæka reynslu af fjármálastjórn og störfum á fjármálamarkaði, en síðast starfaði hann sem fjármálastjóri hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Þá hefur Sveinn verið fjallabjörgunarmaður hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu frá árinu 2000.

Nánar er rætt við Svein í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.

Arctic Trucks International er þekkingarfyrirtæki í bifreiðaiðnaði sem byggir á íslensku hugviti. „Arctic Trucks varð upphaflega til innan Toyota á Íslandi og varð síðan sjálfstætt fyrirtæki á sviði jeppabreytinga. Helstu verkefni félagsins eru nýsköpun í þróun breytinga á jeppum til að bæta aksturseiginleika, drifgetu og rekstraröryggi, til dæmis fyrir ferðalög í snjó og fjöllum,“ segir Sveinn.

„Síðan vindur þetta upp á sig og tæknin breiðist út til fleiri landa. Þá eru stofnuð dótturfyrirtæki sem selja víða um heim sem byggja á þessu íslenska hugviti,“ en félagið rekur dótturfélag í Bretlandi og hefur gert sérleyfissamninga við Arctic Trucks á Íslandi, Noregi, Finnlandi, Póllandi, Belgíu, Suður-Afríku, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Norður-Ameríku og Arctic Trucks Polar sem annast ferðaþjónustu á pólsvæðum fyrir pólfara og vísindamenn.

Sveinn hefur víðtæka reynslu af fjármálastjórn og störfum á fjármálamarkaði, en síðast starfaði hann sem fjármálastjóri hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Þá hefur Sveinn verið fjallabjörgunarmaður hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu frá árinu 2000.

Nánar er rætt við Svein í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.