Vigdís Hauksdóttir var fyrr í mánuðinum ráðin í nýja stöðu sem fjármálastjóri Knattspyrnufélagsins Víkings. Þar mun hún meðal annars sinna uppgjöri, reikningshaldi ásamt því að fara með fjárreiður einstakra deilda sem og félagsins í heild.

Hún hefur víðtæka reynslu á sviði fjármálastjórnunar en hún er viðskiptafræðingur að mennt og hefur auk þess lokið meistaragráðu í verkefnastjórnun frá Háskóla Íslands.

Vigdís hóf störf hjá Arion banka árið 2007 eftir að hafa klárað viðskiptafræðina en hún hafði þar á undan unnið sem sumarstarfsmaður hjá Kaupthingi. Hún byrjaði á fjármálasviði Arion banka en árið 2014 færði Vigdís sig yfir til Stefnis.

„Ástæðan fyrir því að ég fór yfir til Stefnis var að ég hafði séð um bókhald dótturfélaga bankans, þar á meðal Stefnis. Þau fengu mig síðan til að flytja mig yfir og var ég þá í raun komin hinum megin við borðið þegar kom að samskiptum við fjármálasvið.“

Nánar er fjallað um Vigdísi í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.