Guðrún Einarsdóttir er með víða reynslu að baki en hún hefur verið í markaðsmálum, orkumálum, fjarskiptum, verkefnastjórnun og mörgu öðru. Hún er lærður viðskiptafræðingur með áherslu á markaðsfræði og stjórnun við Háskóla Íslands.

Fyrir háskólanám vann hún meðal annars hjá Icelandair í sölu- og markaðsmálum. Eftir útskrift fór Guðrún að vinna sem fjármálaráðgjafi hjá Barnaspítalanum og fór svo til Nova.

„Ég var einn af fyrstu starfsmönnunum hjá Nova og fékk tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu félagsins í mismunandi störfum. Ég starfaði hjá Nova í 12 ár, réð mig svo sem mannauðsstjóra WOW air í tæpt ár áður en ég fór svo aftur til Nova.“

Á árunum 2019 til 2023 starfaði Guðrún sem forstöðumaður markaðsmála og þjónustu hjá Orku náttúrunnar og sat þar í framkvæmdastjórn. Eftir að hafa hætt þar ákvað hún að fara sína eigin leið og stofnaði ráðgjafafyrirtæki.

Nánar er fjallað við Guðrúnu í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.